Tjaldsvæðið
Lýsing á aðstöðu
Tjaldstæðið er opið allt árið um kring. Þjónustuhús lokar í september og opnar aftur um miðjan maí. Snyrtiaðstaða í golfskála er opin allt árið.
Starfsmaður rukkar fyrir aðstöðu og aðstoðar gesti yfir sumartímann, það er posi á staðnum þegar golfskálinn er lokaður og treystum við á heiðarleikann.
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er vel staðsett innan bæjarmarkanna og stutt í alla þjónustu, verslun, bakarí, bensín og sundlaugin er í göngufæri frá svæðinu (5 mín).
Frá Stykkishólmi er hægt að Snæfellsneshringinn, dagsferðir út í Flatey, skoða söfnin, fara á Kajak, fara með Særúnu og skoða eyjarnar og fuglalífið í Breiðafirði, fá sér góðan göngutúr upp á Súgandisey og horfa yfir Breiðafjörðinn.
Einnig höfum við 9 holu golfvöll sem staðsettur er við hliðina á tjaldsvæðinu og þar er hægt að leigja kylfur – tilvalið fyrir þá sem vilja sameina golf og útilegu (möguleiki á að bjóða sérstaka pakka fyrir það)
Þjónusta í boði
Golfvöllur
Þvottavél
Salerni
Rafmagn
Opnunartími
Afgreiðslan í Golfskála er opin frá Ca. 15. maí og út ágúst mánuð frá klukkan 08:00 - 22:00.