Næsta mót
Spottamótið
Spottamótið
Næstkomandi laugardag, 16. september verður Spottamót Mostra haldið á Víkurvelli.
Þátttakendur fá spotta, einn metra fyrir hvert högg sem fólk fær í leikforgjöf og má nota hann til að t.d. koma sér úr vandræðum eða stytta pútt. Athugið að fólk ætti að klára spottana sína því afgangur telur í höggum. Mikilvægt er að mæta með skæri.
Ræst verður út á öllum teigum kl. 11:00 og leiknar 18 holur. Mæting er kl. 10:30 til að ná sér í spotta og mæta á sína teiga.
Leikfyrirkomulag er höggleikur með spotta!